fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. desember 2022 17:05

Hwang Hee-Chan fagnar sigurmarkinu vel og innilega. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru læti og dramatík í lokaumferð H-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.

Suður-Kórea mætti Portúgal. Síðarnefnda liðið hafði þegar tryggt sig áfram og gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu í dag.

Ricardo Horta kom Portúgal yfir strax á fimmtu mínútu. Þannig var staðan þar til á 27. mínútu þegar Young-Gwong Kim skoraði.

Staðan í hálfleik var jöfn.

Það stefndi allt í jafntefli og að Suður-Kórea væri á leið úr leik þegar Hee-Chan Hwang skoraði eftir frábæran undirbúning Heung-Min Son.

Lokatölur 2-1.

Giorgian de Arrascaeta fagnar öðru marki Úrúgvæ. Getty Images

Úrúgvæ mætti á sama tíma Gana. Liðið gerði sitt.

Ganverjum mistókst að komast yfir á 21. mínútu þegar Andre Ayew klikkaði á víti. Skömmu síðar kom Giorgian De Arrascaeta Úrúgvæ yfir.

Hann var aftur á ferðinni eftir rúman hálftíma leik með annað mark Úrúgvæa.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Úrúgvæ. Það var hins vegar ekki nóg.

Portúgal endar á toppi H-riðils með sex stig. Suður-Kórea fylgir þeim áfram í 16-liða úrslitin með fjögur stig, jafnmörg og Úrúgvæ en fer áfram á fleiri mörkum skoruðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham