KSÍ hefur framlengt samningi sínum við Spiideo um þrjú ár. Samningurinn er um tvenns konar þjónustur sem fyrirtækið veitir. Annars vegar er um að ræða Spiideo Perform (leikgreining) og hins vegar Spiideo Play (upptaka/streymi), en Spiideo er fyrirtæki sem selur fastar myndbandsupptökuvélar sem eru notaðar til leikgreiningar á meðan á leik/æfingu stendur, og Spiideo búnaðurinn sér um upptökur og geymslu á upptökum.
Um er að ræða framhald á fyrri samningi sem var fyrir árin 2020-2022, en með breytingum þó, sem snúast m.a. um notkun á færanlegum Spiideo-vélum í verkefnum landsliða.
Laugardalsvöllur og um tuttugu aðrir vellir á Íslandi eru útbúnir myndavélum frá Spiideo. Í gegnum Spiideo á völlum félaganna er t.a.m. möguleiki á að streyma leikjum yngri flokka og gera þar með aðstandendum og stuðningsmönnunum kleift að horfa á leiki í beinni útsendingu.