fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rosalegt myndband úr morgunumferðinni – Barn á rafhlaupahjóli varð næstum fyrir bíl í Kópavogi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 11:14

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að barn hefði orðið fyrir bíl í Kópavogi í morgun. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi úr myndavél á mælaborði, sem tekið var á Vatnsendavegi skammt frá Kórnum, þá kemur bíll aðvífandi að hringtorgi þegar að barnið þýtur yfir gangbraut á rafhlaupahjóli án þess að gæta að sér eða stoppa og líta til beggja hliða. Atvikið átti sér stað um kl. 08.20 í morgun og því var mjög dimmt úti og skyggni lélegt.

Atvikið átti sér stað hér um kl.8.20 í morgun

Þökk sé árvekni bílstjórans slapp barnið með skrekkinn en hljóðin í lok myndbandsins, sem í fyrstu hljóma eins og árekstur hafi átt sér stað, eru blessunarlega hlutir í bílnum sem hentust til þegar bílstjórinn nauðhemlaði.

Bílstjóranum, sem vill ekki láta nafn síns getið, var eðli málsins samkvæmt verulega brugðið við atvikið og upplifaði allskonar tilfinningar.

„Ég var mjög feginn að hafa sloppið við að keyra á hann/hana en upplifði svo reiði yfir því að krakkar séu ekki að gefa okkur í umferðinni tækifæri á því að stoppa fyrir þeim. Það vill enginn keyra á einhvern,“ segir bílstjórinn.

Fleiri sögur af hættulegri hegðun barna á slíkum hjólum hafa borist ritstjórn og því er ljóst að skynsamlegt væri ef  foreldrar ræða við börn sín sem nota slík hjól til að ferðast í og úr skóla, sérstaklega um hvernig eigi að fara yfir umferðagötur.

Hér má sjá umrætt myndband:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Hide picture