Alvaro Morata varð í gær fimmti markahæsti leikmaður spænska karlalandsliðsins frá upphafi.
Þetta varð ljóst eftir að hann skoraði mark Spánverja í 2-1 tapi gegn Japan á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þrátt fyrir tapið er Spánn kominn í 16-liða úrslit mótsins.
Hinn þrítugi Morata er á mála hjá Atletico Madrid á Spáni. Hann hefur einnig leikið fyrir stórlið á borð við Chelsea, Juventus og Real Madrid.
Mark Morata í gær var það þrítugasta fyrir Spán og tekur hann þar með fram Fernando Hierro.
Markahæstu leikmenn Spánar
David Villa – 59 (98 leikir)
Raul – 44 (102 leikir)
Fernando Torres – 38 (110 leikir)
David Silva – 35 (125 leikir)
Alvaro Morata – 30 (60 leikir)