fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Óvæntasta stjarna HM í Katar kemur frá Íslandi: „Hollywoodgæði og svipbrigðin skemmtileg“

433
Föstudaginn 2. desember 2022 08:11

Stræti Doha iða af mannlífi þessa dagana. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjarna HM so far,“ skrifar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason í færslu á Facebook í gærkvöldi og birtir mynd af Arnar Gunnlaugssyni sérfræðingi RÚV á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Arnar sem er þjálfari bikarmeistara Víkings hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sín á RÚV undanfarna daga og vikur.

„Hann er frábær. Og svipbrigðin hans svo skemmtileg,“ skrifar hinn þekkti sjónvarpsmaður, Egill Helgason og Hallgrímur bætir þá við. „Hollywood gæði,“ segir Hallgrímur.

Margir taka undir þessa færslu Hallgríms á Facebook. „Sammála. Veit býsna margt og hefur áralanga reynslu. Svo er Hörður Magnússon. Dálítið af gamla skólanum en fínn samt,“ skrifar Gestur Valgarðsson.

Hjálmar Hjálmarsson, pabbi Sölku Sólar bendir þó á þetta. „Án vafa fallegasti maðurinn í settinu. Og til fyrirmyndar fótboltalega. En islenskan er ekki til fyrirmyndar og ekki boðleg á RÚV. Gæti gengið á Stöð 2 eða Hringbraut. Málfarsráðunauturinn tekur hann líklega úr liðinu fyrir 16 liða úrslitin,“ segir Hjálmar.

Flestir eru sammála Hallgrími í færslunni nema Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, sem er harður á því að Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV sé stjarna mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga