Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að líkin hafi fundist 17. nóvember. People skýrir frá þessu.
Um tvo drengi og tvær stúlkur var að ræða.
James Borghesani, talsmaður saksóknara í Boston, sagði að eigandi íbúðarinnar búi ekki í íbúðinni og hafi ekki verið til staðar þegar líkin fundust. Hann sagði að um einhleypa konu á sjötugsaldri sé að ræða og hafi hún átt íbúðina í marga áratugi.
Nú er verkefni lögreglunnar að bera kennsl á börnin og komast að hvað varð þeim að bana.
Borghesani sagði að lögreglan hafi engar upplýsingar um börnin og því sé mörgum spurningum ósvarað í þessu máli.