CNN skýrir frá þessu og hefur eftir nokkrum embættismönnum í bandaríska stjórnkerfinu.
Ef af þessu verður munu mun fleiri úkraínskir hermenn fá þjálfun en fram að þessu og þjálfunin, sem þeir fá, verður öðruvísi.
Frá upphafi stríðsins hafa Bandaríkjamenn þjálfað nokkur þúsund úkraínska hermenn, aðallega í litlum hópum í tengslum við ákveðin vopnakerfi sem Úkraína hefur fengið frá Vesturlöndum.
Miðað við nýju hugmyndirnar þá munu miklu fleiri hermenn fá þjálfun og þá í þróuðum bardagaaðferðum, til dæmis um hvernig er hægt að samhæfa aðgerðir fótgönguliðs og stórskotaliðs.