Wojciech Szczezny, markvörður Póllands, vissi hvert Lionel Messi myndi skjóta í gær í vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Messi lét Szczesny verja frá sér í fyrri hálfleik en það kom að lokum ekki að sök þar sem Argentína vann 2-0 sigur.
Pólverjinn var búinn að undirbúa sig vel fyrir leikinn og var nokkuð viss um hvað Messi myndi gera á punktinum.
,,Nú get ég greint frá því að ég vissi hvert Messi myndi skjóta en á þeim tíma var ég ekki svo viss,“ sagði Szczesny.
,,Í sumum vítaspyrnum þá horfir Leo á markmanninn en í öðrum þá þrumar hann knettinum á markið. Ég vissi að ef hann myndi þruma þá yrði það til vinstri.“
,,Ég sá að hann var ekki að stoppa, ég fann þetta á mér og varði vítið. Ég er ánægður því þetta skipti máli að lokum.“