fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Eitt gull og eitt silfur skila Íslandi sjötta sæti

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 1. desember 2022 20:33

Íslenska kokkalandsliðið stóð sig með stakri prýði á heimsmeistarakeppni matreiðslumanna í Lúxemborg og næsta verkefni eru Ólympíuleikarnir árið 2024.MYNDIR/BRYNJA KR. THORLACIUS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg lauk núna eftir hádegi í dag með verðlauna afhendingum. Swiss tók fyrsta sætið með 93.01 stig, Svíar í öðru sæti með 90.26 og Norðmenn höfnuðu í því þriðja með 90.13. Íslenska kokkalandsliðið keppti í tveimur keppnisgreinum og hafnaði í 6 sæti heilt yfir með 88,86.

Landsliðið keppti á laugardaginn í þriggja rétt heitum matseðli en í þeirri grein endaði Ísland í þriðja sæti með gull árangur. Seinni keppnisdagurinn var svo á þriðjudaginn þegar keppt var í þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyr­ir 12 manns, svokölluðu „Chef’s Table” en þar hafnaði Ísland í 6. sætinu með silfur árangur. Það var samanlagður árangur þessara tveggja greina sem skilaði íslenska liðinu 6. sætinu heildina yfir í mótinu.

Tveggja ára undirbúningur

,,Við stefndum ofar en ef við skoðum stiga töfluna þá er þetta hníf jafnt þarna efst, enda er þetta heimsmeistarakeppni best að gleyma því ekki. Við eru þakklát með þennan árangur það hafa allir lagt mjög mikið á sig og þetta er búin að vera löng og ströng vegferð frá því að við byrjuðum að undirbúa okkur fyrir um það bil tveimur árum, “ sagði Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara í lok dags.

,,Þetta hefði ekki verið hægt án framlags ótrúlega margra í kringum þennan flotta hóp og alls ekki án bakhjarlanna okkar og við erum þeim afar þakklát og ef ég fæ að nota tækifærið og þakka Garra, Ásbirni Ólafssyni, Íslandsstofu, Mjólkursamsölunni og öðrum sem hafa lag okkur lið fyrir þeirra öfluga liðsstyrk.” Íslenska kokkalandsliðið kemur heim á morgun eftir og síðan verður næsta verkefni áður en um langt líður en næsta verkefni íslenska liðsins eru Ólympíuleikarnir í Stuttgart sem fara fram í febrúar 2024.

Íslenska kokkalandsliðið skipa:

Þjálfari:
Ari Þór Gunnarsson Fastus

Fyrirliði:
Sindri Guðbrandur Sigurðsson veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar

Aron Gísla Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides
Erla Þóra Bergmann, Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan
Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac
Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu
Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum
Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt
Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum

Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu
Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides
Marteinn Rastrick, Lux Veitingum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum