Það er búist við að Brasilía muni tefla fram allt öðru liði á HM í Katar gegn Kamerún á morgun.
Samkvæmt nýjustu fregnum er möguleiki á að allir leikmenn Brasilíu í síðasta leik verði settir á bekkinn í lokaumferðinni.
Brasilía er búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og er með fullt húst stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Leikmenn á borð við Alisson, Vinicius Junior, Casemiro, Richarlison, Raphinha og Thiago Silva verða líklega ekki í liðinu á morgun.
Nöfn eins og Rodrygo og Gabriel Martinelli munu fá að byrja sinn fyrsta leik en þeir hafa hingað til verið varamenn.
Neymar verður ekki klár í slaginn vegna meiðsla og það sama má segja um bakvörðinn Alex Sandro.