fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

Fókus
Fimmtudaginn 1. desember 2022 16:00

Kynþokkinn drýpur ekki af mannabörnum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindin snúast stundum um að sanna hið augljósa. Nú hafa vísindamenn fullyrt að svokölluð „mannabörn“ (e. manchild) sé til. Mannabörn eru háð maka sínum varðandi ýmis heimilisstörf, til að mynda matargerð, þrif og þvott.

Ný áströlsk rannsókn bendir til þess að karlmenn sem álitnir eru „mannabörn“ af konum sínum stundi minna kynlíf en karlmenn sem axla sömu byrðar og makinn varðandi heimilisstörfin. Daily Mail greinir frá.

Rannsóknin fór þannig fram að spurningalisti var lagður fyrir meira en 1.000 konur um allan heim sem allar áttu það sameiginlegt að vera í sambandi við karlmann og eiga börn yngri en 12 ára. Voru konurnar meðal annars spurðar hvort að makinn væri eins og auka barn í þeirra augunum í heimilislífinu og hvort að þær upplifðu að viðkomandi gerði heimilisstörfin svo illa að best væri að þær gerðu húsverkið sjálfar.

Konur sem svöruðu þessum spurningum játandi álitu makann háðan sér og höfðu augljóslega minni löngun í þá kynferðislega en ella.

Rannsóknin snerist eingöngu um gagnkynhneigð sambönd og því er óvíst hvort að fyrirbærið sé til staðar í öðrum tegundum af samböndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram