fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. desember 2022 20:29

Sigga Dögg kynfæðingur. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur var að gefa út Litlu bókina um blæðingar, en bókin er ekki svo lítil heldur inniheldur hún yfirgripsmikinn fróðleik um blæðingar á mannamáli.

Í bókinni er rætt um algengar mýtur um túr, farið yfir reynslusögur og Sigga Dögg svarar algengum spurningum um blæðingar og veitir hagnýt ráð.

Þetta er bókin sem ég hefði viljað eiga þegar ég byrjaði á blæðingum og bók sem ég er spennt að lesa með dóttur minni þegar hún nálgast þann aldur.

Eins og Sigga Dögg segir sjálf:

„Ég man alveg hvernig mér leið. Ég var svo stressuð og hrædd en líka svo spennt og forvitin. Mig langaði að vita allt en ég hafði engan að spyrja. Þess vegna erum við hér! Ég vil að þú fáir svör við öllum heimsins spurningum um blæðingar. Svo vertu velkomin, elsku TÚRVERA, í túrbók drauma minna, bókina sem Ég hefði svo óskað að væri til þegar ég var barn og unglingur.“

Fyrsta íslenska bókin um blæðingar

Þessi bók er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigga Dögg hefur verið að vinna í henni í nokkur ár og er þetta sjötta bók rithöfundarins.

„Ég reyndi að panta allar bækur sem hafa verið skrifaðar um blæðingar, þær eru ótrúlega margar, en mér fannst alltaf eitthvað vanta í hverja bók,“ segir hún í samtali við DV og bætir við að það sem skipti miklu máli fyrir hana var að hafa allar upplýsingar „aðgengilegar og á mannamáli.“

Gagnaöflun og rannsóknir

„Ég hef aldrei verið svona lengi að skrifa bók,“ segir Sigga Dögg, sem byrjaði á bókinni árið 2017.

„Ég gaf mér langan tíma í að sanka að mér gögnum. Og svo fór ég að opna öðruvísi á þetta þegar ég var með kynfræðslu fyrir unglinga í tímum. Fór að spyrja öðruvísi og kanna meira stöðuna, þannig ég tók alveg mega rannsóknarleiðangur í þetta.“

Tilfinningin að vera loksins búin að gefa út bókina er frábær að sögn Siggu Daggar.

„Fyrir mér er þetta svo dýrmætt því loksins fær þessi umræða meira pláss en 40 mínútur í sjötta bekk, einu sinni,“ segir hún.

Jákvæð viðbrögð

Sigga Dögg hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við bókinni og birti nokkur ummæli á Instagram-síðu sinni frá kaupendum.

Bókin er ekki aðeins fyrir konur eða fólk sem fer á túr, heldur einnig fyrir feður, yngra sem og eldra fólk, börn og alla sem vilja vita meira um blæðingar.

„Það er ekkert þarna sem að börn mega ekki vita og sem er ekki í umræðunni, sumt bara skilja þau ekki og munu ekki ná tengingu við út frá aldri og þroska. En þegar þau komast nær þessu þá finnst mér ekki boðlegt að börn viti ekki um starfsemi líkamans. Af því að okkur fullorðna fólkinu finnst þetta eitthvað óþægilegt eða vandræðalegt, eða því við fengum enga fræðslu,“ segir hún og bætir við að fræðsla og umræða um blæðingar hefur stóraukist undanfarin ár en fyrir nokkrum áratugum þekktist það varla að rætt væri um blæðingar.

Hún tók eftir þessum kynslóðamun þegar hún fór með bókina á heimili eldri borgara. „Þeim finnst þetta svolítið sjokkerandi,“ segir hún.

„Ég ræddi við eina á sjötugsaldri sem var að fletta bókinni og hún var einmitt að tala um þetta; það mátti aldrei ræða neitt og maður vissi ekkert hvað var að gerast í líkamanum sínum, og maður var ekkert undirbúinn og hélt maður væri að deyja.““

Sigga Dögg segir að markmiðið sé aldrei að ögra en það fylgi umræðunni.

„Ég finn alveg, þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið. Markmiðið er að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna