Það er um það bil ár síðan Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá Manchester United.
Það er fjallað um stöðu hans á vef The Athletic í dag.
Solskjær tók við United til bráðabirgða síðla árs 2018 en var ráðinn alfarið vorið 2019. Hann var svo látinn fara eftir dapurt gengi á síðustu leiktíð.
Í dag segir The Athletic frá því að Solskjær hafi nú horft á alla leikina þar sem hann var við stjórnvölinn hjá United aftur.
Solskjær er sagður ánægður með árangur sinn hjá United. Undir hans stjórn vann liðið 54% leikja sinna.
Nú er hann klár í að starfa í þjálfun á nýjan leik á stóra sviðinu.
Ralf Rangnick tók við United til bráðabirgða eftir að Solskjær var látinn fara. Gengi liðsins batnaði ekki mikið við það.
Nú er Erik ten Hag við stjórnvölinn og þykir gera vel.