fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ólýsanlegar þjáningar íslenskrar konu af völdum sárasóttar

Pressan
Fimmtudaginn 1. desember 2022 12:30

Tölvugerð mynd af konunni sem byggðist á áverkum á höfuðkúpu hennar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvugerð mynd af andliti ungrar íslenskrar konu frá 16. öld sýnir skelfilega afleiðingar sárasóttar. Myndin var unnin í tengslum við rannsókn Háskólans í Adelaide á sárasótt en áverkar á höfuðkúpu ungu konunnar vöktu athygli þeirra. Hauskúpan var skönnuð inn með þrívíddarskanna og þannig aðgengileg rannsakendunum.

Hauskúpa konunnar var grafin upp á Skriðuklaustri fyrir rúmum áratug og er varðveitt á Þjóðminjasafninu. Konan virðist hafa verið á þrítugsaldri þegar hún lést en ljóst er að líf hinnar ungu konu hefur ekki verið auðvelt. Auk sárasóttarinnar glímdi hún við slitgigt og vankölkun glerungs sem að öllum líkindum var afleiðing af næringarskorti.

Fjallað var um rannsóknina og íslensku konuna á vef Live Science í vikunni. Haft er eftir einum aðstandanda rannsóknarinnar, hinum brasilíska Cicero Moraes sem bjó til myndina tölvugerðu, að það sé í raun sláandi að sjá einhvern sem hefur verið svona illa haldinn af sárasótt, þar sem skaðinn hafi náð inn að beini. Um sé að ræða lokastig sjúkdómsins og þó að ástandið geti verið banvænt sé ekki hægt að fullyrða að sársótt hafi dregið konuna til dauða.

„Sjúkdómurinn hafði þó mikil áhrif á lif hennar,“ er haft eftir Moraes.

Hér geta áhugasamir kynnt sér rannsóknina

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks