fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Tapaði veðmáli gegn Messi en dettur ekki í hug að borga

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 09:30

Messi og Antonella.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi fékk afar umdeilda vítaspyrnu er Argentína og Pólland áttust við á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Argentíska liðið vann sannfærandi 2-0 sigur. Bæði lið eru þó komin í 16-liða úrslit.

Messi klikkaði hins vegar á víti í leiknum. Hann fékk spyrnuna eftir viðskipti við markvörð Pólverja, Wojciech Szczesny.

Szczesny varði hins vegar frábærlega frá Messi.

Þessi markvörður Juventus á Ítalíu sagði frá því eftir leik að hann hafi veðjað við Messi áður en vítaspyrnan var dæmd með hjálp myndbandsdómgæslu.

Hann veðjaði hundrað evrum á að Messi fengi ekki vítið, en tapaði svo.

„Ég ætla ekki að borga honum. Ég held að honum sé sama um hundrað evrur,“ sagði Szczesny afar léttur í bragði eftir leik.

Pólland á erfitt verkefni fyrir höndum í 16-liða úrslitum. Þar verður Frakkland andstæðingurinn á sunnudag.

Argentína mætir aftur á móti Ástralíu á laugardagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er