Argentína og Pólland mættust á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Um var að ræða leik í lokaumferð riðlakeppninnar. Honum lauk með 2-0 sigri Argentínumanna. Bæði lið fara hins vegar áfram í 16-liða úrslit.
Skærustu stjörnur liðanna eru Lionel Messi og Robert Lewandowski.
Messi er á mála hjá Paris Saint-Germain en Lewandowski er hjá hans fyrrum félagi, Barcelona.
Sá argentíski virtist eitthvað pirraður út í framherjann eftir að hann braut á honum í leiknum.
Lewandowski reyndi að ræða við Messi sem vildi ekkert með hann hafa.
Þeir félagar sættust hins vegar eftir leik.
Þessi tvö atvik má sjá hér að neðan.
Messi teaching Lewandowski what it takes to be a ballon d'or winner 🙏🏽Argentina and Ghana all the way pic.twitter.com/hArbDanhn1
— Mr.s𝙚𝙡𝙤𝙧𝙢👽🆅 (@selorm_kn) November 30, 2022
Lionel Messi and Lewandowski after the Game❤
Huge Respect!#Messi𓃵 #Messi #messi_day pic.twitter.com/o6Tx1VTgd6— Ishfaq Khan (@IshfaqK100) November 30, 2022