fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 21:00

Hluti af búnaðinum sem verður í öllum lögreglubílum. Mynd:Politiforum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni verður verndarbúnaður gegn geislavirkum efnum settur í alla norska lögreglubíla. Þetta er liður í auknum viðbúnaði Norðmanna vegna stríðsins í Úkraínu.

Fjallað er um málið í fagblaði lögreglumanna, Politiforum. Þar kemur fram að þetta hafi „legið í dvala“ í mörg ár en nú sé staðan önnur vegna stríðsins í Úkraínu og aukinnar umferðar kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta með fram ströndum Noregs.

Norðmenn, sem eiga landamæri að Rússland hafa aukið viðbúnað sinn, bæði hernaðarlegan og borgaralegan, vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Búnaðurinn verður í svona pakka. Mynd:Politiforum

 

 

 

 

 

Lögreglan hefur nú þegar gert joðtöflur, sem á að nota ef til geislavirkni kemur, aðgengilegar fyrir meirihluta lögreglumanna. Verndarbúnaðurinn er næsta skref í að vernda lögreglumenn ef til kjarnorkuslyss eða notkunar kjarnorkuvopna kemur.

Búnaðurinn samanstendur meðal annars af einnota andlitsgrímum og hlífðarbúningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““