fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

NATO íhugar að setja gamlar sovéskar vopnaverksmiðjur í gang

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 06:09

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan NATO er nú rætt um að setja gamlar sovéskar vopnaverksmiðjur í gang. Þær eru í Tékklandi, Slóvakíu og Búlgaríu og geta framleitt 152 og 122 mm skot fyrir úkraínskar fallbyssur.

Úkraínumenn nota stórskotalið sitt mikið í stríðinu og það hefur gengið hratt á birgðir þeirra og bandalagsþjóða þeirra af skotfærum fyrir fallbyssurnar. Af þessum sökum er nú rætt um að endurræsa gamlar verksmiðjur frá Sovéttímanum.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Christiane Amanpour á CNN í gær, um stríðið í Úkraínu. Hún spurði hann beint út hvort NATO sé að íhuga að endurræsa gömlu sovésku verksmiðjurnar. Hann sagði það vera rétt og að þetta væri ein af mörgum leiðum sem séu til skoðunar til að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og skotfærum. Hann benti á að úkraínski herinn sé með mikið af vopnum frá tímum Sovétríkjanna og það þurfi að tryggja að til séu skotfæri fyrir þessi vopn.

New York Times segir að skotfæranotkunin í stríðinu sé gríðarlega mikil og nefnir að bara í Donbas noti Úkraínumenn 6.000 til 7.000 stórskotaliðssprengjur á dag. Á sama tíma noti Rússar 40.000 til 50.000 slíkar sprengjur.

Til að setja þessar tölur í samhengi þá eru um 15.000 stórskotaliðssprengjur framleiddar í Bandaríkjunum í mánuði hverjum. Og til að setja þetta í enn frekara samhengi má nefna að í stríðinu í Afganistan notuðu Bandaríkjamenn mest 300 stórskotaliðssprengjur á dag.

En það er rætt um fleira en að gangsetja sovéskar verksmiðjur. Í bandaríska stjórnkerfinu hefur að undanförnu verið rætt um að láta Úkraínu fá Patriot loftvarnarkerfi en það er fullkomnasta loftvarnarkerfið sem Bandaríkjamenn eiga.  Um helgina var haft eftir háttsettum embættismanni innan varnarmálaráðuneytisins að ríkisstjórn Joe Biden væri að íhuga þetta. Pat Snyder, herforingi hjá varnarmálaráðuneytinu, dró aðeins úr þessum ummælum og sagði að engar ákvarðanir hafi verið teknar um þetta enn sem komið er. The Hill skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar