Kona var vistuð í fangageymslu eftir umferðaróhapp en hún er grunuð um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Engin slys urðu á fólki.
Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á hótel eitt vegna gests sem hafði valdið skemmdum í herbergi og haft í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn.
Einn var handtekinn eftir uppákomu við öldurhús. Var hann vistaður í fangageymslu vegna brots á vopnalögum. Þótti hann ekki viðræðuhæfur sökum ölvunar.
Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna vímuástands og ónæðis. Hann veittist að lögreglu við handtöku.