Ben White, leikmaður enska landsliðsins, spilar ekki meira á HM og hefur snúið aftur til heimalandsins.
Þetta kemur í tilkynningyu frá Arsenal í kvöld en það er félagskið varnarmannsins á Englandi.
Tekið er fram að White sé að snúa heim vegna persónulegra ástæðna en ástæðan er ekki gefin upp.
White var ekki í leikmannahóp Englands í gær er liðið vann sannfærandi sigur á Wales, 3-0.
Hann var þó hluti af hópnum sem vann Íran 6-2 í fyrstu umferð en kom ekkert við sögu.