Piers Morgan sem virðist starfa sem hálfgerður talsmaður Cristiano Ronaldo, segir ekkert til í því að Cristiano Ronaldo hafi samþykkt tilboð frá Sádí Arabíu.
Greint var frá því í morgun að Ronaldo hefði samþykkt tilboð Al Nassr í Sádí Arabíu og myndi það færa honum 173 milljónir punda á ári í laun.
„Nei hann hefur ekki gert það,“ segir Piers Morgan og endurbirtir frétt um Ronaldo og tilboðið frá Sádí Arabíu.
Morgan hefur svarað fyrir allt sem tengist Ronaldo eftir frægt viðtal þeirra sem varð til þess að samningi Ronaldo var rift við Manchester United.
Ronaldo er 38 ára á næsta ári en hann hefur sagt að hann ætli að hætta fertugur.
Marca segir að Ronaldo sé búinn að segja já við tilboð Al Nassr sem gerir hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi.
Ronaldo fær 29,5 milljarða í laun fyrir árið en hann hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferli sínum en aldrei eins og núna ef satt reynist.
No he hasn’t. https://t.co/yeqbU4srqO
— Piers Morgan (@piersmorgan) November 30, 2022