Cristiano Ronaldo er með tilboð á borðinu frá Al-Nassr, líkt og komið hefur fram.
Það er Fabrizio Romano, virtasti blaðamaður heims er kemur að félagaskiptum, sem staðfestir þetta.
Samningurinn hjá sádi-arabíska félaginu Al-Nassr myndi færa Ronaldo næstum 200 milljónir evra í árslaun. Stór hluti af þeirri upphæð verða samningar við styrktaraðila.
Samningi Ronaldo við Manchester United var rift á dögunum. Hann hafði farið í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan, þar sem hann brenndi allar brýr sínar á Old Trafford.
Þessa stundina er kappinn staddur með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Cristiano Ronaldo has received a formal proposal from Al Nassr, confirmed. 🚨🇸🇦 #Ronaldo
Almost €200m per season until 2025.
But… big part is sponsor deals, so it’s not clear yet if image rights can be agreed.
Nothing done/signed or decided.
Cristiano, focused on World Cup. pic.twitter.com/tVhgLhz92N
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 30, 2022