Fjölmiðlamaðurinn Darren Grimes gagnrýnir Marcus Rashford harkalega fyrir að syngja ekki með enska þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Wales á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Rashford var í byrjunarliði Englands í leiknum. Hann fór á kostum og skoraði tvö mörk er liðið tryggði sér toppsæti B-riðils og þar með sæti í 16-liða úrslitum mótsins, þar sem Senegal verður andstæðingurinn.
„Er Rashford orðinn of frægur til að syngja með þjóðsöngnum?“ skrifar Grimes á Twitter og birtir myndband sem sýnir sóknarmanninn þaga á meðan aðrir leikmenn syngja þjóðsönginn.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Is Marcus Rashford too famous for the national anthem these days? pic.twitter.com/k1ntHqvsJw
— Darren Grimes (@darrengrimes_) November 29, 2022