Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið rætt um það hvernig Arnar Gunnlaugsson hengir pennann á puttann á sér í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfari Bikarmeistara Víkings er einn af sérfræðingum RÚV í kringum Heimsmeistaramótið í Katar.
Margir hafa bent á það hvernig Arnar hengir pennann á puttann á sér þegar hann er að greina leikina í Katar.
„Ég hafði aldrei fattað þetta að ég væri að þessu, mér var bara bent á þetta um daginn. Mér er sagt að ég hafi gert þetta heima hjá mér í mörg ár,“ segir Arnar léttur í samtali við 433.is í morgunsárið.
— Stígur Helgason (@Stigurh) November 26, 2022
Þessi öflugi þjálfari var þá að labba út úr ræktinni eftir góða æfingu og er klár í HM daginn. „Þegar mér var bent á þetta þá fór ég alveg að pæla í því að þetta er pínu skrýtið. En á ég að hætta þessu núna eða bara halda áfram með þennan kæk. Ég breyti mér ekki úr þessu hugsa ég.“
Arnar sem er iðulega léttur í lund heldur svo áfram og segir. „Ég hef gert þetta í mörg ár, þetta á ekki að vera nein tíska en þetta er nú samt bara helvíti kúl.“
Hvernig var maður aldrei búinn að taka eftir þessu. pic.twitter.com/49SWJf9dPs
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 26, 2022