fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þekktur Íslendingur sem sakaður hefur verið um einelti á vinnustað fær ekki að gleymast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur úrskurðað að karlmaður sem sakaður hefur verið um einelti á vinnustað, eigi ekki rétt á að gleymast á leitarvélinni Google, eins og sakir standa.

Maðurinn leitaði til Google og óskaði eftir því að leitarniðurstöður, um fréttir þar sem fjallað var um einelti sem hann var sakaður um að hafa beitt á vinnustað, yrðu fjarlægðar. Google neitaði þeirri beiðni með vísað til þess fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fjallað var um í fréttum væru rangar, auk þess sem fréttaumfjöllunin var ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fjallað var um málið og málið tengdist þar að auki störfum mannsins.

Maðurinn leitaði þá til Persónuverndar. Persónuvernd hefur nú birt reifun á málinu, í stað þess að birta allan úrskurðinn, til að vernda persónuupplýsingar mannsins.

Persónuvernd rakti að þegar metið er hvort að rétturinn til að gleymast sé fyrir hendi geti ráðið úrslitum hvort að vinnsla persónuupplýsinga sé nauðsynleg til að neyta réttarins til tjáningar- og upplýsingafrelsis. Í persónuverndarlögum komi fram ða víkja megi frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar, að því marki sem það er nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs annars vegar og tjáningar- og upplýsingafrelsis hins vegar. Eins þyrfti að skoða hvort vinnsla Google væri nauðsynleg til að almenningur gæti neytt réttar síns til upplýsingafrelsis og þannig vikið til hliðar rétti mannsins til að gleymast.

Til að komast að niðurstöðu þyrfti að meta hagsmuni almennings af því að geta nálgast upplýsingar um manninn á netinu og við það mat geti haft mikla þýðingu hvort maðurinn væri opinber persóna á borð við stjórnmálamann eða hvort hann hafi gegnt opinberu hlutverki. Þetta geti leitt til þess að fólk njóti ekki sömu einkalífsverndar og óþekktir einstaklingar.

Niðurstaðan var að vegna vinnu mannsins og hlutverki hans í þjóðlífinu væru hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingunum taldir vega þyngra en einkalífshagsmunir mannsins. Því hefði réttur almennings til upplýsingafrelsis vikið til hliðar rétti mannsins til að gleymast.

Því brjóta leitarniðurstöður Google um manninn ekki gegn persónuverndarlögum.

Reifun Persónuverndar í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn