Cristiano Ronaldo hefur samþykkt tilboð frá Al Nassr í Sádí Arabíu og fær þar 173 milljónir punda á ári. Ronaldo er sagður gera tveggja ára samning.
Þetta fullyrðir spænska blaðið Marca.
Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United í síðustu viku en stærstu lið Evrópu hafa ekki viljað semja við hann.
Ronaldo er 38 ára á næsta ári en hann hefur sagt að hann ætli að hætta fertugur.
Marca segir að Ronaldo sé búinn að segja já við tilboð Al Nassr sem gerir hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi.
Ronaldo fær 29,5 milljarða í laun fyrir árið en hann hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferli sínum en aldrei eins og núna ef satt reynist.