Fólk merkt bolum sem styðja kvenréttindi í Íran varð fyrir aðkasti eftir leik landsliðsins við Bandaríkin á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Stuðningsmenn íranskra yfirvalda réðust að þeim og leituðu þau skjóls. Börn voru á meðal þeirra sem virtust í hættu stödd eftir leikinn í gær.
Danskur fjölmiðlamaður var á svæðinu ásamt myndatökumanni og var það sem fór fram fest á filmu.
Karlmaður sem klæddist bolnum sem um ræðir grátbað þá um að fara ekki í burtu með myndavélarnar því hann óttaðist það sem gæti gerst í kjölfarið.
Mótmælaalda hefur verið í Íran undanfarið í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglu þar í landi.
Hér að neðan má sjá myndefnið sem um ræðir frá danska fjölmiðlamanninum Rasmus Tantholdt á TV2.
A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3
— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO
— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD
— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022