Þetta þýðir auðvitað að hann getur ekki verið faðir barnsins sem unnustan gengur með undir belti.
Maðurinn leitaði því ráða hjá sérfræðingi breska dagblaðsins Daily Star. Hann vildi ekki koma fram undir nafni.
„Ég verð faðir. Eina vandamálið er að ég fór í ófrjósemisaðgerð tveimur árum áður en við kynntumst. Hún hefur augljóslega sofið hjá einhverjum öðrum,“ segir hann í bréfi sínu til blaðsins.
En fréttin af þunguninni er ekki það eina sem bendir til að eitthvað sé að segir hann einnig í bréfinu og segir að á síðustu mánuðum hafi unnustan farið að klæða sig í mun betri föt þegar hún fer til vinnu og hún byrjaði einnig að koma seinna heim.
Hann segist því óttast að hún hafi átt, eða eigi enn, í ástarsambandi við vinnufélaga og að það sé hann sem hafi barnað hana.
„Þetta eru mikil vonbrigði. Ég hélt að hún væri sú rétta. Hversu lengi á ég að láta hana svitna?“ spyr hann í bréfinu.
Sérfræðingur blaðsins er ekki í neinum vafa og segir að þetta sé ekki leikur. Hann verði að segja henni sannleikann strax svo hún geti ákveðið hvað hún geri varðandi þungunina.