fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Rússneskar mæður með skýra kröfu til Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 05:41

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við krefjumst þess að hersveitirnar verði kallaðar heim frá Úkraínu og að hermennirnir komi heim.“

Svona skýr er krafa rússneskra mæðra til Vladímír Pútíns, forseta. Það er hópur mæðra, aktívista, sem hóf undirskriftasöfnun á sunnudaginn á heimasíðunni Change.org.

Það er engin tilviljun að undirskriftasöfnunin hófst á sunnudaginn því þá var mæðradagurinn í Rússlandi.

Hópurinn, sem heitir Feminist Anti-War Resistance, stefndi að því að fá að minnsta kosti 5.000 undirskriftir til að auka líkurnar á að rússneskir vefmiðlar fjalli um málið. Á fyrstu tveimur sólarhringunum söfnuðust rúmlega 30.000 undirskriftir svo verkefnið gengur mun betur en mæðurnar þorðu að vona.

Mæðurnar segja að rússneskir hermenn séu sendir til Úkraínu til þess eins að deyja og að þeir séu sendir þangað án nauðsynlegs búnaðar.

„Í mörgum héruðum verða fjölskyldur þeirra herkvöddu sjálfar að útvega búnað fyrir mennina sem eru sendir í dauðann og þær verða sjálfar að borga fyrir allt, meira að segja skotheldi vesti. Hver mun sjá um fjölskyldurnar sem missa fyrirvinnu sína? Við vitum svarið: Erfiðleikarnir verða enn ein byrðin á þungar axlir mæðranna,“ segir í textanum með undirskriftasöfnuninni.

Mæðurnar segjast hafa „miklar áhyggjur“ af stöðu mála í Úkraínu: „Við erum á móti því að synir okkar, menn og feður taki þátt í þessu. Skylda ykkar er að vernda frelsi og réttinda mæðra og barna og þið ættuð ekki að loka augunum fyrir þessu öllu,“ segir hópurinn og bætir við að hann vilji að Rússland og Úkraína lifi í „sátt og samlyndi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars