Mikill áhugi er á franska sóknarmanninum Marcus Thuram.
Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur farið á kostum með Borussia Mönchengladbach í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Hann hefur skorað tíu mörk í fimmtán leikjum.
Kappinn verður hins vegar samningslaus næsta sumar og ljóst er að hann fer í stærra lið.
L’Equipe í Frakklandi segir frá því að Bayern Munchen, Inter og Aston Villa hafi öll áhuga á Thuram. Þá hafi eitt ónefnt stórlið á Englandi einnig áhuga.
Þessa stundina er Thuram staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með franska landsliðinu.
Hann er sonur goðsagnarinnar Lilian Thuram, sem lék 142 A-landsleiki fyrir hönd Frakka. Varnarmaðurinn lék einnig fyrir hönd stórliða Barcelona og Juventus.