Samkvæmt fréttum frá Englandi mun íþróttavöruframleiðandinn Adidas hanna treyjur fyrir stuðningsmenn Arsenal og Manchester United sem verða án auglýsinga frá styrktaraðilum framan á.
Liðin myndu þá áfram spila í treyjum þar sem styrktaraðilar auglýsa en aðdáendur gætu valið á milli treyja með eða án auglýsinga.
Hugsunin hjá Adidas er sú að treyjurnar henti almennri tísku betur.
Þetta á þó ekki við um alla búninga félaganna, heldur aðeins þriðja búninginn sem verður sérstaklega hannaður með þetta í huga.
Adidas gerir þetta fyrir öll stórlið sem framleiðandinn er með á sínum snærum, þar á meðal Bayern Munchen, Juventus og Real Madrid.