fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Ásdís fór í Ayahuasca athöfn á leynilegum stað og stalst til að taka upp símann – „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 15:57

Skjáskot úr myndbandinu sem Ásdís tók í athöfninni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi Ayahuasca serimónía var það stórkostlegasta sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Ásdís Olsen, sem stýrir þættinum Undir yfirborðinu á Hringbraut, um reynslu sína af því að taka inn hugvíkkandi efni. Í þættinum sem sýndur er í kvöld er Ásdísi fylgt eftir þegar hún fer í Ayahuasca athöfn sem haldin var á leynilegum stað í nágrenni Reykjavíkur.

„Ég lofaði því í fyrri seríu að ég ætlaði að prófa sjálf að nota svona vitundarvíkkandi efni og lýsa því hvaða áhrif þau hefðu. Í þessum þætti þá ætla ég að bjóða ykkur með mér í þetta ferðaleg,“ segir Ásdís um þátt kvöldsins.

video
play-sharp-fill

Hún stalst til að taka upp símann sinn í athöfninni til að taka upp myndband og lýsa því sem hún er að upplifa þar. „Ég finn allar þessar stórkostlegu tilfinningar og ekki bara eins og maður heldur að tilfinningar séu, heldur… ég hef oft talað um kærleika og þjónustu, en nú veit ég hvað það er,“ segir hún á meðan hún er í annarlegu ástandi.

„Vá, ég fann allar þessar stórkostlegu tilfinningar og ekki bara svona eins og maður heldur að tilfinningar séu heldur… úff, æj ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, ég fer að gráta.“

Ásdís fékk svo Harald Erlendsson geðlækni til að fara í gegnum þessa reynslu sína og hjálpa sér að vinna úr upplifuninni og nýta hana til gagns.

Þátturinn verður sýndur á Hringbraut í kvöld klukkan 19:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Hide picture