Kevin De Bruyne, Jan Vertonghen og Eden Hazard rifust harkalega í búningsklefa Belgíu um helgina. Fjallað er um málið í dag.
Segir að allt hafi verið við það að sjóða upp úr eftir tap liðsins gegn Marokkó um helgina.
Óeining virðist vera í klefanum en í fréttum segir að Romelu Lukaku hafi þurft að stíga á milli aðila.
Vildi hann stoppa hlutina áður en slagsmál myndu brjótast út en De Bruyne virðist ósáttur með marga liðsfélaga sína.
Belgía er upp við vegg fyrir síðasta leik riðilsins gegn Króatíu, fari illa þar er liðið úr leik í Katar.