Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir og kærasti hennar, veitingamaðurinn Valgeir Gunnlaugsson, eru að njóta lífsins saman á Spáni.
Undanfarna daga hafa þau verið að spila golf á Alicante ásamt fjölskyldu Camillu.
View this post on Instagram
Áhrifavaldurinn hefur birt nokkrar myndir á Instagram frá ferðinni. Þau spiluðu á La Finca golfvellinum í gær og voru mætt snemma í morgun aftur á völlinn ásamt ömmu Camillu.
Camilla og Valgeir, eða Valli flatbaka, eru tiltölulega nýtt par. Þau opinberuðu sambandið fyrr í mánuðinum og Camilla, sem er með rúmlega 32 þúsund fylgjendur, frumsýndi hann á Instagram í síðustu viku.
Camilla á og rekur fatafyrirtækið Camy Collections. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem söngkona og tók nú síðast þátt í uppsetningu á tónleikasýningunni Grease í lok október.
Valli er eigandi Íslensku flatbökunnar og opnaði nýlega veitingastaðinn Indican í Hagamel.
Sjá einnig: Voru vinir áður en ástin blómstraði – „Ég var oft að fara þangað í hádegismat“