fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 21:02

Þetta gasský er 4,8 km á lengd og kemur frá sorphaugum við Teheran í Íran. Mynd:NASA / JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upphaflega var ætlunin að EMIT-verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA myndi „bara“ kortleggja tilvist ákveðinna steinefna í ryki hér á jörðinni. EMIT-tækin eru í Alþjóðlegu geimstöðinni mæla eitt og annað á yfirborði jarðarinnar úr góðri fjarlægð. Í ljós hefur komið að þau nýtast til fleiri hluta en að mæla magn steinefna  því þau geta fundið og sýnt metanlosun.

Þetta kemur fram á heimasíðu NASA. Fram kemur að fram að þessu hafi 50 svokölluð „ofurlosunarsvæði“ fundist víða á jörðinni. Á þessum svæðum losnar um sérstaklega mikið magn af metani.

EMIT uppgötvar þessa losun vegna þess að metan dregur innrautt ljós í sig og myndar þannig einstakt litamynstur.

En það var ekki mynstrið eða litadýrðin sem fangaði athygli sérfræðinga NASA sérstaklega, það var stærð þessara metanskýja sem það gerði.

„Sum af þeim gasskýjum sem EMIT hefur fundið eru meðal þeirra stærstu sem við höfum nokkru sinni séð, ólík öllu öðru sem við höfum séð utan úr geimnum,“ sagði Andrew Torpe, einn af stjórnendum EMIT-verkefnisins.

Myndirnar frá EMIT eru mjög mikilvægar fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum því metan er mun skaðlegra en CO2 þrátt fyrir að það hverfi hraðar úr andrúmsloftinu. Það er því full ástæða til að reyna að halda aftur af losun þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut