Tyler Adams, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fékk ansi erfiðar spurningar á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins við Íran á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Lokaumferð B-riðils fer fram í kvöld. Þá mætir England Wales á sama tíma og Íran og Bandaríkin eigast við.
Hinn 23 ára gamli Adams var gagnrýndur fyrir framburð sinn á landi Íran á blaðamannafundinum af fréttamanni þar í landi.
Þá var hann spurður hvernig honum liði með að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna, lands þar sem fólk sem er dökkt á hörund og fleiri ættu undir högg að sækja.
Adams þykir hafa svarað þessu einkar vel, líkt og sjá má hér að neðan.
Tyler Adams mispronounced Iran and was called out by an Iranian journalist – who followed up with a question on discrimination in the United States.
His response: An all time classy answer- Captain & Leader. #USMNT 👏 pic.twitter.com/pELQmBttPl
— Stu Holden (@stuholden) November 28, 2022