Sky News segir að niðurstaðan hafi orðið til þess að læknar hafi verið hvattir til að hætta að ráðleggja fólki að taka Apixban blóðþynningarlyfið því það komi ekki í veg fyrir að það deyi eða endi aftur á sjúkrahúsi. Auk þess getur það haft alvarlegar aukaverkanir.
Segavarnarlyfið hefur verið gefið sjúklingum við útskrift af sjúkrahúsi eftir miðlungsalvarlegt COVID-19 eða alvarlegt. Bresk sjúkrahús hafa notað það mikið.
Nýja rannsóknin, var fjármögnuð af breskum stjórnvöldum.
Sky News hefur eftir Charlotte Summers, prófessor og aðalhöfundi rannsóknarinnar, að niðurstöðurnar sýni að blóðþynningarlyfið, sem var talið gagnast sjúklingum eftir sjúkrahúsinnlögn, komi ekki í veg fyrir að fólk deyi eða þurfi að leggjast inn á sjúkrahús á nýjan leik.