Sky News skýrir frá þessu og segir að með þessu geti Úkraínumenn gert árásir á Rússa miklu lengra bak við víglínuna en nú.
Flugskeytin sem um ræðir draga um 160 kílómetra.
Úkraínski herinn hefur mikla þörf fyrir fleiri háþróuð vopn samhliða því að stríðið dregst á langinn og vopnabirgðir Bandaríkjanna og annara bandalagsþjóða Úkraínu fara minnkandi.
Hugmyndir Boeing ganga út á að hefja framleiðslu Ground-Launched Small Diameter Bomb (GLSDB). Ef framleiðsla hefst fljótlega verður hægt að byrja að afhenda sprengjurnar næsta vor.