Independent og Nine skýra frá þessu.
„Ég held að slangan hafi nánast beðið eftir að bráð kæmi nálægt henni, fugl eða eitthvað,“ sagði Ben Blake, faðir Beau, í samtali við útvarpsstöðina Nine.
En fyrir snarræði 76 ára afans tókst að bjarga Beau frá kjafti slöngunnar. „Ég er ekki lítill, ég náði að losa hann á 15 til 20 sekúndum,“ sagði afinn.
Beau var sendur í læknisskoðun eftir hremmingarnar af ótta við að hann hefði sýkst af einhverri óværu af slöngunni.
„Eftir að við höfðum hreinsað blóðið af honum og sagt honum að hann myndi ekki deyja, af því að slangan væri ekki eitruð, leið honum bara vel,“ sagði afinn sposkur.
Hann sagði að þetta hafi reynt svolítið á. Þegar hann var spurður hvort það væri ekki erfitt að ala börn upp nærri villtum slöngum stóð ekki á svari: „Já, sjáðu hvar við búum. Þetta er Ástralía.“