Brasilía mætti Sviss á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag en leikurinn var ágætis skemmtun.
Mark var dæmt af Brasilíu í síðari hálfleik þegar Vinicus Jr setti knöttinn í netið en eftir nokkra bið tók VAR markið aftur.
Það var ekki fyrr en á 83 mínútu sem Brasilíu tókst að brjóta vörn Sviss niður. Þar var að verki, Casemiro sem þrumaði knettinum í netið.
Fallegt skot sem endaði í netinu og tryggði Brasilíu sigur og farmiða í 16 liða úrslitin.
Markið er hér að neðan.
Nú fær markið að standa – Brasilía er komið yfir á móti Sviss og það er Casemiro er á þetta mark pic.twitter.com/JSx3y3XIlJ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022