„Það svæði sem hefur verst orð á sér á Kanaríeyjum öllum heitir Veronicas og er skemmtanahverfi vestast á Las Americas, rétt við hreppamörk Arona og Adeje, en fyrir þau sem ekki þekkja til, tilheyrir hverfið Las Americas Aronahreppi rétt eins og Los Cristianos. Ef einhverja langar í dóp eða vændiskonu er farið til Veronicas, en einnig ef fólk hefur gaman af að láta ræna sig. Eitt af því góða við útgöngubannið í Cóvið og árið eftir útgöngubannið var að þá voru fáir rændir í hverfinu enda allt lokað og læst, útgöngubann á nóttunni og allt friðsælt,“ skrifar Anna.
Flestir fjölmiðlar heimsins greindu frá ótrúlegum hópslagsmálum í hverfinu milli stuðningsmanna Englendinga og Wales á HM en myndbönd af ólátunum fóru sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Þar mátti sjá borð og stóla fljúga og ófá kjaftshöggin.
„Þetta var auðvitað ekkert til að hrópa húrra fyrir, en um leið er breskum ferðaskrifstofum um að kenna sem auglýstu ferðir til Tenerife til að horfa á fótboltamótið sem fram fer í Qatar, en ferðir til Qatar eru margfalt dýrari en til Tenerife og margir breskir húliganar glepjuðust af tilboðunum og vildu frekar lenda í dýflissunum hér í stað þess að þess að vera tugtaðir til í Qatar þótt þeir hefðu sem best verið geymdir heima hjá sér,“ skrifar Anna.
Hún segist hafa ekið framhjá hverfinu eftir tapleik Wales gegn Íran og séð marga grátandi Walesverja í kjölfarið. Framundan er leikur Wales og Englendinga á morgun, þriðjudag, og segist Anna búast við miklum ólátum sem muni örugglega ná út fyrir Veronicas-hverfið og mögulega allt að heimbæ hennar, Los Cristianos. Skilaboð Önnu til annarra ferðalanga eru skýr: „Best að halda sig fjarri.“
Tables are thrown and a man is floored as men, believed to be from Wales and England, fight in Tenerife on Friday, the day both countries played in World Cup games in Qatar https://t.co/apQ2CFAL59 pic.twitter.com/m1gUU8FFEb
— WalesOnline 🏴 (@WalesOnline) November 26, 2022