Það er markalaust í leik Brasilíu og Sviss á HM í Katar en leikurinn hófst klukkan 16:00 í Doha.
Brasilía er án Neymar og munar um minna, sóknarleikur liðsins hefur ekki verið góður í fyrri hálfleik.
Eitt atriði er þó á allra vörum eftir fyrri hálfleikinn en það er hárgreiðslan á einum stuðningsmanni Brasilíu.
Sé ákvað að endurtaka greiðsluna sem hinn brasilíski, Ronaldo gerði fræga á HM árið 2002. Greiðslan hjá stuðningsmanninum vakti athygli um allan heim.
Í sjónvarpsútsendingu var sýnt frá Ronaldo sem er á vellinum og síðan klippt á stuðningsmanninn sem brosti sínu breiðasta.