Brasilía mætir Sviss í G-riðli Heimsmeistaramótsins í Katar nú klukkan 16 að íslenskum tíma.
Neymar og Danilo meiddust í síðasta leik liðsins, sem það vann 2-0 gegn Serbíu.
Inn í liðið koma þeir Eder Militao og Fred.
Hjá Sviss byrjar Xherdan Shaqiri ekki.
Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu umferðina, en Sviss vann Kamerún þar.
Brasilía
Alisson, Eder Militao, Thiago Silva, Marquinhos, Alex Sandro, Casemiro, Fred, Pacqueta, Vinicius Jr, Raphinha, Richarlison
Sviss
Sommer, Widmer, Elvedi, Akanji, Embolo, Freuler, Xhaka, Rodriguez, Sow, Vargas, Rieder.