Chelsea vill að Christian Pulisic yfirgefi félagið endanlega, fari hann frá Stamford Bridge á annað borð.
Hinn 24 ára gamli Pulisic hefur verið orðaður frá Chelsea undanfarið. Hann hefur ekki verið fastamaður í byrjunarliðinu frá því hann kom frá Borussia Dortmund árið 2019.
Pulisic hefur þó mest verið orðaður frá Chelsea á láni, þá meðal annars til Manchester United.
Samkvæmt frétt Daily Mail vill Chelsea hins vegar frekar selja hann. Þá vill leikmaðurinn einnig yfirgefa félagið endanlega, ef svo fer að hann skipti í annað félag.
Pulisic er staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með bandaríska landsliðinu. Hann hefur verið að standa sig vel.
Það er því nokkuð ljóst að það er nóg af stórum liðum í Evrópu sem hafa not fyrir kantmanninn.