Húsið er norskt einingahús byggt árið 1998 og er skráð 173,5 fermetrar, þar af er bílskúrinn 32,9 fermetrar.
Eignin er í hjarta Hafnarfjarðar við enda botnlanga við Fálkahraun og miðbærinn í göngufæri.
Hverfið er byggt á Einarsreit í Hafnarfirði í mjög hlýlegum og samræmdum stíl, með skandinavísku yfirbragði. Einkar rólegt og vistvænt umhverfi.
Ásett verð er 121,9 milljónir.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.