Samkvæmt frétt The Times þá er það langt komið að Lionel Messi gangi í raðir Inter Miami næsta sumar þegar samningur hans við PSG er á enda.
David Beckham er eigandi Inter Miami og tengsl hans við Katar eru sögð hjálpa til við að ganga frá hlutunum.
Beckham er talsmaður og sendiherra fyrir Katar en Nasser Al-Khelaifi er eigandi PSG og er frá Katar. Ku það hjálpa samkvæmt Times.
Messi er 35 ára gamall en samningur hans við PSG er á enda næsta sumar og virðist hann ætla að taka skrefið í MLS deildinni.
Messi á fasteign í Miami og eyðir miklum tíma þar en borgin er öll sú glæsilegasta og hentar ríkum og frægum ansi vel.
Í fréttum segir eining að til skoðunnar sé að bestu vinir Messi, þeir Cesc Fabregas og Luis Suarez gangi í raðir Miami með honum. Suarez er án félag en Fabregas leikur með Como í næst efstu deild á Ítalíu.
Messi, Fabregas og Suarez fara iðulega á hverju sumri í langt sumarfrí þar sem konur og börn koma með og njóta lífsins.