Andre Onana, markvörður Kamerún, mun ekki spila meira á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Onana var fjarlægður úr hópi Kamerún sem nú spilar við Serbíu. Var það eftir rifrildi við þjálfarann Rigobert Song.
Voru þeir félagar ósammála um leikstíl Kamerún.
Eftir samtalið var ákveðið að Onana yrði ekki með gegn Serbíu og nú hefur hann yfirgefið HM-hópinn alfarið.
Staðan í leik Kamerún og Serbíu er 3-1 fyrir síðarnefnda liðið þegar rúmur klukkutími er liðinn.
Útlitið er ekki gott fyrir Kamerún sem tapaði fyrsta leik riðilsins gegn Sviss einnig, 1-0.