Chelsea og Manchester United munu eiga í kapphlaupi um bakvörðinn Denzel Dumfries í komandi félagaskiptaglugga.
Það er Gazzetta Dello Sport sem segir frá þessu.
Hinn 26 ára gamli Dumfries hefur verið á mála hjá Inter í tæpt eitt og hálft ár. Hann er fastamaður í byrjunarliði ítalska stórliðsins.
Hollendingurinn leikur í stöðu hægri bakvarðar, en United hefur einmitt verið orðað við marga leikmenn í þá stöðu til að veita Diogo Dalot samkeppni. Ekki er talið að Aaron Wan-Bissaka eigi framtíð fyrir sér á Old Trafford.
Það er talið að Inter vilji um 60 milljónir evra fyrir Dumfries.
Kappinn á að baki 38 A-landsleiki fyrir hönd Hollands og er staddur með liðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar um þessar mundir.