Það var líf og fjör á RÚV í gær þegar þeir Hörður Magnússon, Arnar Gunnlaugsson og Ólafur Kristjánsson gerðu upp HM daginn.
Þeir félagar voru þara að fara yfir gærdaginn í Katar en Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrði umræðum.
Rætt var um belgíska landsliðið sem tapaði sannfærandi gegn Marokkó í gær. „Belgíska landsliðið minnir mig á hjón sem eru búin að vera gift í 50 ár og vita ekki af hverju þau eru búin að vera gift svona lengi. Og vita ekki alveg, hvað við erum að gera þarna,“ sagði Hörður Magnússon, léttur að vanda.
Arnar Gunnlaugsson greip þessi ummæli frá Herði á lofti og sagði. „Ertu að leggja til að þau fari í opið samband?“
Hörður var fljótur til svars. „Nei ég er ekki að segja það, stundum er gott að slíta af sér hlekkina og prófa eitthvað annað,“ sagði Hörður og mátti heyra Arnar Gunnlaugsson skellihlæja við þessu ummæli.
Sjón er sögu ríkari en umræðuna má sjá hér að neðan.
Höddi Magg í HM stofunni: „Belgíska landsliðið minnir mig á hjón sem eru búin að vera gift í 50 ár og vita ekki af hverju þau eru búin að vera gift svona lengi. Og vita ekki alveg, hvað við erum að gera þarna. – Arnar Gunnlaugs: Ertu að leggja til að þau fari í opið samband?“ pic.twitter.com/xzSi24xShd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 27, 2022