fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Piers Morgan skefur ekki af því – „Af hverju í andskotanum?“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 08:32

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan er ekki þekktur fyrir það að liggja á skoðunum sínum. Hann er með skýr skilaboð til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, í pistli sínum í The Sun í gærkvöldi.

Það hefur vakið athygli í fyrstu leikjum Englands á Heimsmeistaramótinu í Katar að Phil Foden hefur ekki byrjað leik fyrir liðið. Lærisveinar Southgate unnu fyrsta leik riðilsins gegn Íran, 6-2, en gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í síðasta leik.

„Phil Foden er besti leikmaður Englands og á því liggur enginn vafi,“ skrifar Morgan.

„Hann er hæfileikaríkasti leikmaður síðan við vorum með Paul Gascoigne. Hann sýnir þetta með því að spila frábærlega með Manchester City í hverri viku, bæði í Ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu.“

Morgan heldur áfram og skefur ekki af því.

„Þetta fær mig til að hugsa: Af hverju í andskotanum setti Southgate hann ekki inn á gegn Bandaríkjunum á föstudag?

Svo kom ömurleg afsökun Southgate: „Við töldum það ekki rétt að spila Phil fyrir miðju því hann spilar ekki þar fyrir félagsliðið sitt.“ Fyrirgefðu, ha? Foden hefur oft spilað þar fyirr City.“

Morgan vitnar þá í orð Albert Einstein og segir þau eiga vel við Soutgate.

„Skilgreining geðbilunar er að gera það sama aftur og aftur en ætlast til að fá aðra niðurstöðu.

Taktu þér tak Gareth og byrjaðu Foden í öllum leikjum það sem eftir er af þessu móti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur